Ég hef ástríðu fyrir því að styðja íþróttafólk og íþróttalið við að sigrast á krefjandi áskorunum og ná markmiðum sínum.
Ég hef margra ára reynslu af því að hjálpa fólki að ná árangri í lífi, leik og starfi.
Íþróttasálfræði ráðgjöf.
Þjónusta í boði
Ráðgjöf til íþróttafólks
Íþróttafólk þarf að mæta margvíslegum áskorunum til að ná markmiðum sínum - og oft verða stærstu hindranirnar til í huga þess. Ég aðstoða íþróttafólk við að yfirstíga sálrænar hindranir og ná árangri með íþróttasálfræði og hugarþjálfun - m.a. aðstoða við að halda einbeitingu/fókus undir mikilli pressu, takast á við mótlæti af ýmsu tagi, streitustjórnun, markmiðasetningu o.fl.
Vinna með lið
Til að byggja upp lið sem er andlega sterkt, sem eflist við mótlæti í stað þess að brotna - er árangursríkast að vinna með hugarfarsþætti jafnt og þétt yfir lengri tíma samhliða annarri þjálfun. Ég tek að mér að vera íþróttaliðum til halds og trausts og sjá um hugarþjálfun og ráðgjöf til þjálfara og leikmanna.
„Helgi hefur hjálpað liðinu okkar mikið andlega. Við höfum lært margt sem gagnast okkur í fimleikum en líka bara fyrir lífið. Að hugsa eingöngu um hluti sem við getum stjórnað, annað hjálpar ekkert. Á fundunum hjá Helga minnti hann okkur á hluti sem gáfu okkur extra sjálfstraust og trú á að maður væri með hlutina á hreinu. Lang best var að fara á fund og svo beint á æfingu. Við verðum að eilífu þakklátar fyrir alla tímana sem við höfum fengið, takk!!!“
— Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði kvennaliðs Stjörnunnar í hópfimleikum
„Ég kynntist Helga fyrir nokkrum árum þegar hann aðstoðaði mig og mitt lið á erfiðum tíma á miðju tímabili. Helgi var með ótrúlega góða nærveru og náði strax til allra leikmanna. Nálgun hans á verkefnið var mjög fagleg en á sama tíma persónuleg og augljóslega af mikilli umhyggjusemi. Hann hjálpaði okkur á svo margan hátt og með einföldum og skýrum verkefnum fann maður hvernig hópurinn varð sterkari og einbeittari í átt að sameiginlegu markmiði. Ég persónulega lærði gríðarlega mikið og hef sagt allar götur síðan að ég vildi óska þess að ég hefði hitt Helga fyrr á mínum ferli. Vinnan með honum gerði mig að bæði sterkari leikmanni og sterkari einstaklingi.“
— Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrverandi fyrirliði kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta

Viltu vita meira?